FM957 Uppistandarinn 2003 fór fram í fyrsta sinn í Leikhúskjallaranum í gærkvöldi. Fullt var út úr dyrum (450 manns) og þurftu margir frá að hverfa. Steinn Ármann Magnússon þótti standa sig best og hlaut titilinn Uppistandarinn 2003. Í öðru sæti hafnaði Sveinn Waage og Guðmundur Atlason lenti í þriðja sæti.
Fimm uppistandarar voru í úrslitum og það voru þeir Steinn Ármann Magnússon, Sveinn Waage, Haukur Sig, Böðvar Bergsson og Guðmundur Atlason.