Hasar á heimsfrumsýningu Matrix 3

Þriðja og síðasta myndin í Matrix þríleiknum, Matrix-byltingarnar, var heimsfrumsýnd samtímis í áttatíu löndum í gær klukkan 14 að íslenskum tíma. Hér á landi fór sýningin fram í Kringlubíói og mætti múgur og margmenni til að berja verkið augum.

"Hún var svolítið öðruvísi en ég bjóst við," sagði Vignir Hafsteinsson, tölvunarfræðinemi í Háskólanum í Reykjavík, en hann hafði brugðið sér yfir götuna eftir skóla í gær og kíkt á frumsýninguna í Kringlubíói ásamt félögum úr skólanum. Hann sagðist nokkuð ánægður með myndina. "Það þarf að pæla dálítið í henni en þannig eru allar góðar myndir.

Ég get ekki alveg sagt strax til um hvort hún var betri eða verri en hinar tvær myndirnar." Hann kvað bardagaatriðin og brellurnar vera tilþrifameiri en í fyrri myndunum og fólk í salnum hafi almennt virst sátt við myndina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson