Karl Gústaf Svíakóngur vill prinsinn frekar en prinsessuna

Sænska konungsfjölskyldan, talið frá vinstri: Karl Filipus prins, Silvia drottning, …
Sænska konungsfjölskyldan, talið frá vinstri: Karl Filipus prins, Silvia drottning, Viktoría prinsessa, Karl Gustaf XVI, Magðalena prinsessa.

Tuttugu og þremur árum eftir að lögum um erfðarétt við sænsku krúnuna var breytt í Svíþjóð er Karl Gústaf XVI konungur Svíþjóðar ósáttur við að elsta barn hans, Viktoría prinsessa, eigi að taka við krúnunni af honum en ekki sonurinn, Karl Filipus prins. Lögunum var breytt þannig að elsta barn taki við krúnunni en ekki sonurinn eins og verið hefur öldum saman.

Viktoría prinsessa nýtur almennrar hylli í Svíþjóð og almenningur virðist ekki í vafa um að hún sé verðugur arftaki föður síns sem þjóðhöfðingi. En Karl faðir hennar er annarrar skoðunar. Hann viðraði þessar skoðanir sínar í viðtali við sænska sjónvarpsstöð um helgina þegar hann var spurður hvort hann væri enn mótfallinn gildandi lögum: „Að sjálfsögðu. Það er einfalt. Stjórnarskrárákvæði sem er afturvirkt er óviðeigandi.“

Talsmaður konungsfjölskyldunnar, Elisabeth Tarras-Wahlberg, leggur áherslu á að konungurinn sé samt sem áður afar ánægður með hvernig Viktoría sinni konunglegum skyldum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant