Ölóðir elgir

Sænsk yfirvöld vara menn nú við drukknum elgjum sem geti verið árásargjarnir og leggi jafnvel til atlögu gegn mannfólki, segir á vefsíðu norska blaðsins Aftenposten. Á fimmtudag réðst hamslaus elgur á konu í einbýlishúsahverfi í borginni Karlshamn í sunnanverðri Svíþjóð.

Elgurinn reyndi að sögn Blekinge Läns Tidning að sparka í konuna og er talið að dýrið hafi orðið drukkið af því að éta gerjaða ávexti sem fallið hafa af trjám.

Nokkuð mun vera um það að dýr verði vel hífuð á haustin af því að éta morkin ber og ávexti sem hafa gerjast og myndað alkóhól. Sami vandi hefur komið upp í grennd við Kristiansand í Noregi þar sem ölóðir elgir hafa valdið óskunda. "Sumir elgir eru sallarólegir með víni en aðrir verða árásargjarnir," sagði dýralæknirinn Paul Stamberg við Aftenposten. "Þeir eru alveg eins og mennirnir."

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup