Það er fjölbreyttur hópur sem tilnefndur er til íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir bestu poppplötuna á árinu. Í hópnum eru bæði reynslumiklir tónlistarmenn á borð við Björgvin Halldórsson og nýgræðingarnir í Brain Police. Aðrir sem tilnefndur eru flokknum eru Mínus, Sálin hans Jóns míns, 200.000 naglbítar, Maus og Eivør Pálsdóttir. Mínus fær samtals 5 tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna.
Tilnefningarnar fyrir árið 2003 eru sem hér segir:
Ýmis tónlist
Hljómplata ársins
- Brot - Músík úr leikhúsinu Egill Ólafsson
- Óður til Ellýjar - Guðrún Gunnarsdóttir
- Lína Langsokkur - úr leikriti
- Rímur - Steindór Andersen
- Tangó - Le Grand Tangó og Egill Ólafsson
Sígild og nútíma tónlist
Hljómplata ársins
- Brandenborgarkonsertar Jóhanns Sebastíans Bachs. Kammersveit
Reykjavíkur undir stjórn Jaap Schröder. Útgefandi: Smekkleysa.
- Passía eftir Hafliða Hallgrímsson. Mary Nessinger, Garðar Thor
Cortes, Mótettukór og Kammersveit Hallgrímskirkju. Hörður Áskelsson
stjórnar flutningi. Útgefandi: Ondine.
- Sjöstrengjaljóð. Fimm kammerverk Jóns Ásgeirssonar í flutningi
Kammersveitar Reykjavíkur. Útgefandi: Smekkleysa.
- Virgo gloriosa. Sex trúarleg söngverk eftir Báru Grímsdóttur í
flutningi sönghópsins Hljómeykis. Bernharður Wilkinsson stjórnar
flutningi. Útgefandi: Smekkleysa.
- Þýðan eg fögnuð finn. Útsetningar íslenskra tónskálda á.tónlist úr
handritum. Sönghópurinn Gríma. Útgefandi: Smekkleysa.
Tónverk ársins
- Guðbrandsmessa eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Flytjendur eru Ólöf
Kolbrún Harðardóttir, Marta Hrafnsdóttir, Björn I. Jónsson, Eiríkur
Hreinn Helgason, Kór og Kammersveit Langholtskirkju undir stjórn Jóns
Stefánssonar.
- Sinfónía eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Sinfóníuhljómsveit
Íslands undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar.
- Sinfóníetta eftir Jónas Tómasson. Sinfóníuhljómsveit Íslands undir
stjórn Bernharðs Wilkinssonar.
- Konsert fyrir klarínettu og blásarasveit eftir Tryggva M.
Baldvinsson. Sveinhildur Torfadóttir og Blásarasveit Reykjavíkur undir
stjórn Kjartans Óskarssonar.
- Píanótríó eftir Þórð Magnússon. Trio Nordica, skipað Auði
Hafsteinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Monu Sandström.
Flytjandi ársins
- CAPUT fyrir flutning sinn á tveimur tímamótaverkum 20. aldarinnar
eftir þá Arnold Schönberg og Pierre Boulez í Salnum árið 2003 þar sem
Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði flutningi.
- Sinfóníuhljómsveit Íslands & konsertmeistararnir Guðný Guðmundsdóttir
og Sigrún Eðvaldsdóttir.
- Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona fyrir túlkun sína á hlutverki
lafði Mackbeth í óperu Verdis, Mackbeth, í uppfærslu Íslensku óperunnar
árið 2003.
- Kammersveit Reykjavíkur fyrir tónleikaferðalag um Belgíu og Rússland
ásamt Vladimir Ashkenazy sumarið 2003.
- Rumon Gamba, fyrir starf sitt sem aðalhljómsveitarstjóri
Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Jazztónlist
Plata ársins
- Björn Thoroddsen: Jazz airs
- B3: Fals
- Hilmar Jensson: Ditty bley
- Ómar Guðjónsson: Varma land
- Tómas R. Einarsson: Havana
Flytjandi ársins
- Björn Thoroddsen
- B 3
- Hilmar Jensson
- Jóel Pálsson & Sigurður Flosason
- Stórsveit Reykjavíkur
Lag ársins
- Agnar Már Agnarsson: „Leeloo“
- Ásgeir Ásgeirsson: „Og hvað svo“
- Hilmar Jensson: „Grinning“
- Ómar Guðjónsson: „Skúri“
- Tómas R. Einarsson: „Bros“
Popptónlist
Hljómplata ársins
- Mínus - Halldór Laxness
- Sálin hans Jóns míns - Vatnið
- 200.000 naglbítar - Hjartagull
- Maus - Musick
- Björgvin Halldórsson - DUET
- Eivør Pálsdóttir - Krákan
- Brain Police - Brain Police
Lag ársins
- Ást - ljóð: Sigurður Nordal / lag: Magnús Þór Sigmundsson af
plötunni Íslensk Ástarljóð flytjandi Ragnheiður Gröndal
- Mess it up – lag og texti: Sölvi Blöndal og Ómar Torfason flytjandi: Quarashi
- Láttu mig vera – lag Vilhelm Anton Jónsson og Kári Jónsson, texti
Vilhelm Anton Jónsson flytjandur 200.000 naglbítar af plötunni
Hjartagull
- Japanise Policemen – lag og texti Kimono af plötunni mineur
aggressif. Flytjandi Kimano
- The Long Face – lag og texti Mínus. Af plötunni Laxnes frá Mínus
Flytjandi ársins
- Mínus
- Eivør Pálsdóttir
- Sálin hans Jóns míns
- Birgitta
- Brain Police
- Stuðmenn
Söngkona ársins
- Ragnheiður Gröndal fyrir Vísnaplötuna og Íslensk ástarljóð
- Eivør Pálsdóttir
- Ragnhildur Gísladóttir
- Birgitta Haudal
- Margrét Eir
Söngvari ársins
- Stefán Hilmarsson
- Krummi
- Jón Jósep Snæbjörnsson
- Björgvin Halldórsson
- Jens Ólafsson
Nýliði ársins
- Ragnheiður Gröndal
- Mugison
- Brain Police
- Skytturnar
- Kimono
Myndband ársins
- Sigur Rós – ( ) Floria Sigismundi
- Maus – My favorite excuse
- Bang Gang – Stop in the name of lover – Ragnar Bragason
- Land & synir – Von mín er sú – Friðrik og Guðjón
- Mínus – Flopphouse nightmares – Börkur ljósmyndari