Af Colin Farrell og ráðleggingum Al Pacino

Colin Farrell í kvikmyndinni Símaklefanum.
Colin Farrell í kvikmyndinni Símaklefanum. mbl.is

Hinn ungi og vin­sæli leik­ari Col­in Far­rell seg­ir að reynd­ari leik­ari og stór­stjarna í ára­tugi, Al Pac­ino, hafi gefið sér góð ráð þegar þeir unnu sam­an að kvik­mynd­inni The Recruit. Vin­ur, ef ég má ráða þér heilt þá skalt þú ekki und­ir nokkr­um kring­um­stæðum fara í bólið með þeim leik­kon­um sem þú ert að vinna með. Það kem­ur róti á hug­ann og ger­ir vinn­una tæt­ings­lega. En hinn ungi og ákafi Far­rell gleym­ir orðum vin­ar síns, sem hann seg­ist þó dá mjög mikið, af og til. Hann var ekki bú­inn að vera lengi í Para­dís (Hollywood) þegar það orð fór af hon­um að hann væri ekki við eina fjöl­ina felld­ur í kvenna­mál­um.

Leik­kon­an Ang­el­ina Jolie leik­ur móður Far­rells í kvik­mynd­inni Al­ex­and­er mikli sem tek­in verður til sýn­inga inn­an skamms. Ödipus­ar­duld­in virðist hafa heltekið Far­rell í hlut­verki Al­ex­and­ers því sterk­ur orðróm­ur er á kreiki um að hann (þ.e. Far­rell) hafi gert sér meira en lítið dælt við móður sína (les­ist Jolie) meðan á tök­um mynd­ar­inn­ar stóð. Vei, ó vei.

En allt er í heim­in­um hverf­ult. Dag­inn eft­ir að sást til hins ham­ingju­sama leik­arap­ars kelandi og knús­andi hvort annað í and­dyri hins glæsi­lega Hilt­on-hót­els í Lund­ún­um sást aft­ur til ferða Far­rells á sama hót­eli. Gef­um sjón­ar­votti orðið:

„Col­in Far­rell kom aft­ur á hót­elið nótt­ina eft­ir að hann og Ang­el­ina Jolie eyddu þar tíma sam­an - en nú með allt ann­arri konu og eins og það væri ekki nóg kom hann nótt­ina næstu með enn eina kon­una. Í raun má segja að hann hafi verið með nýrri konu hverja nótt alla vik­una.“

Col­in Far­rell! Það vill eng­inn vera með nein leiðindi en hvað með ráðlegg­ing­ar hins lífs­reynda vin­ar þíns?

Angelina Jolie leikur móður Colins Farrell í kvikmyndinni Alexander mikli.
Ang­el­ina Jolie leik­ur móður Col­ins Far­rell í kvik­mynd­inni Al­ex­and­er mikli. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Eftirsjá er alveg gagnlaus notkun á hugarorku. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir