Hljómsveitin Korn kemur til Íslands

Korn.
Korn.

BAND­ARÍSKA rokksveit­in Korn mun leika í Laug­ar­dals­höll 30. maí næst­kom­andi. Korn, sem stofnuð var í Kali­forn­íu árið 1992, reynd­ist áhrifa­mesta rokksveit tí­unda ára­tug­ar­ins. Hún er for­víg­is­sveit í hinu svo­kallaða ný-þung­arokki (nu-metal, hip-hop massi­ve) þar sem hipp-hoppi og þung­arokki er blandað sam­an með djúp­stæðum textum. Korn mun hefja Evr­ópu­ferð sína vegna ný­út­kom­inn­ar plötu sem ber nafnið Take a Look In the Mirr­or í Reykja­vík. Plat­an kom út í nóv­em­ber síðastliðnum. Korn hef­ur gefið út sex breiðskíf­ur sem hafa selst í tug­um millj­óna ein­taka um all­an heim. Korn ('94), Life Is Peac­hy ('96) og Follow the Lea­der ('98) þykja allt skot­held­ar smíðar. Sveit­in brást svo við æ meiri vin­sæld­um nýþung­arokks­ins (og út­vötn­un) með hinni inn­hverfu en níðþungu Issu­es árið 1999 og sýndu þar og sönnuðu hverj­ir væru leiðtog­arn­ir. Plata þeirra Untouchables, frá 2002, er þá tal­in dýr­asta rokkplata sem gerð hef­ur verið, en þeir fé­lag­ar lágu yfir smíðinni í þrjú ár. Take a Look In the Mirr­or hef­ur þá verið að fá mjög góða dóma og segja rokk­spek­ing­ar að Korn hafi enn og aft­ur náð að end­ur­skapa sig án þess þó að tapa niður því sem ger­ir Korn að Korn. Upp­hit­un­ar­atriði á tón­leik­un­um verða kynnt er nær dreg­ur. Miðasala hefst í versl­un­um Skíf­unn­ar á Lauga­vegi 26, Smáralind og Kringl­unni sunnu­dag­inn 29. fe­brú­ar klukk­an 21.00.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæmnismælirinn þinn er í hámarki en err það þess virði? Hugarró er mun mikilvægari en að hafa betur í einhverju þrasi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæmnismælirinn þinn er í hámarki en err það þess virði? Hugarró er mun mikilvægari en að hafa betur í einhverju þrasi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka