Hin hálfnakta stafnmynd á hollensku seglskútunni Stad Amsterdam hefur vakið athygli og hneykslaði m.a. kennara sem var að skoða skipið með nemendum sínum í Flórída í Bandaríkjunum. Kennarinn ákvað að skoðunarferð nemendanna um skipið yrði hætt þegar hann sá stafnmyndina af konunni þar sem hún beraði annað brjóst sitt.
Skútan var í heimsókn í Flórída og var fólki boðið að skoða hana eins og áður hefur tíðkast í erlendum höfnum þar sem skipið hefur haft viðkomu. Um borð var einnig verið að kynna hollenskar vörur. Skipstjórinn Pieter Brantjes sagðist ekki áður hafa orðið fyrir því að stafnmyndin hneykslaði fólk.
Hér má sjá nánar um Stad Amsterdam.