Bandaríska söngkonan Anastacia Newkirk er nú á ferðalagi í Þýskalandi og hitti aðdáendur sína í Köln í dag og gaf þeim eiginhandaráritun. Anastacia, sem er fædd í Chicago 1973, hefur verið vinsæl hjá poppþyrstum, en í tónlist hennar gætir áhrifa frá m.a. Tinu Turner og Arethu Franklin.
Anastacia fluttist til New York á unglingsárum þar sem hún var í skóla með Christian Slater og River Phoenix. Allt frá barnsaldri hefur hún átt þann draum heitastan að verða söngstjarna og amma hennar kallaði hana jafnan "Sviðið". Fyrstu sporin í skemmtanaiðnaðinum steig hún sem dansari og kom m.a. fram í myndbandi rappkvennanna Salt N' Pepa.