Bandaríska skrifstofan veldur vonbrigðum

Ricky Gervais í ham.
Ricky Gervais í ham.

Bandaríska útgáfan af bresku grínþáttunum Skrifstofunni eða The Office virðist hafa misheppnast allsvakalega ef marka má viðtökur gesta sem horfðu á prufuþátt í Hollywood á dögunum.

Sýningin er sögð hafa verið allt að því sársaukafull fyrir framleiðendur þáttarins en alger þögn var í salnum eftir að hann honum lauk. Þættirnir, sem fjalla um líf fólks sem vinnur á skrifstofu, slógu í gegn í Bretlandi og hafa einnig notið gríðarlegra vinsælda hér á landi.

Einn áhorfendanna á prufusýningunni sagði hafa verið óþægilega augljóst að enginn í salnum hefði haft gaman af þættinum. "Konan sem sat við hliðina á mér sagði að henni fyndist þetta niðurdrepandi," bætti hann við. Hann sagði að grínistinn Steve Carrell sem leikur yfirmanninn óþolandi næði aldrei að leika af sömu snilld og Ricky Gervais sem fer með hlutverk hans í bresku útgáfunni. Sama mætti segja um hina leikarana sem næðu ekki jafn hófstilltum leik og Bretarnir. Þá er bara spurningin hvort bandaríska útgáfan sé svona léleg eða hvort húmor þjóðanna sé þetta ólíkur?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler