Meryl Streep verðlaunuð fyrir leikferil sinn

Meryl Streep mætir til hátíðarinnar í gærkvöldi, en þar hlaut …
Meryl Streep mætir til hátíðarinnar í gærkvöldi, en þar hlaut hún heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt í leiklist. AP

Leikkonan Meryl Streep hlaut í gærkvöldi viðurkenningu bandarísku kvikmyndastofnunarinnar fyrir leikferil sinn. Hlaut hún mikið lof við athöfnina frá kollegum sínum í leikarastétt og var meðal annars sögð „of fullkomin.“ Leikararnir Jim Carrey, Jack Nicholson, leikstjórinn og handritshöfundurinn Nora Ephron og Shirley MacLaine, voru meðal þeirra sem stigu í pontu og hrósuðu Streep.

Kvöldið í gær hófst með því að Carrey, sem leikur ásamt Streep í nýrri mynd, „Lemony Snicket's A Series of Unfortunate Events,“ hrósaði henni í hástert. Skoðun sinni til staðfestingar söng hann lag Tinu Turner, „Simply the Best“ í gamansamri útgáfu.

„Meryl, þú hefur sérstök áhrif,“ sagði Goldie Hawn, sem var meðleikari Streep í myndinni „Death Becomes Her“ frá árinu 1992.

Streep, sem er 54 ára, hefur tvisvar sinnum hlotið Óskarsverðlaun. Fyrst árið 1979 fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni „Kramer vs. Kramer.“ Þá var hún verðlaunuð fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir myndina „Sophie's Choice“, árið 1982.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir