Svo virðist sem það hafi borið árangur að sýna pöndbirninum Hua Mei myndir af öðrum björnum að maka sig því nú á birnan von á afkvæmi.
Hua Mei fæddist í dýragarði í Bandaríkjunum fyrir 4 árum en var flutt til Kína í febrúar. Blaðið China Daily segir að kínverskir sérfræðingar hafi óttast að birnan hefði litla þekkingu á mökunaratferli og sýndu henni því umræddar myndir áður en Hua Mei var kynnt fyrir karlkyns björnum. Í síðustu viku tilkynntu Kínverjar síðan að Hua Mei ætti von á sér en pandabirnar eignast afar sjaldan afkvæmi í dýragörðum.
Hua Mei er þó ein þessara undantekninga því hún er afkvæmi tveggja pandabjarna sem Kínverjar lánuðu til dýragarðs í San Diego.