Bowie hættir við Hróarskeldu

David Bowie.
David Bowie.

Söngvarinn David Bowie hefur boðað forföll á tónlistarhátíðina í Hróarskeldu sem fram fer í samnefndum bæ í Danmörku um helgina.

Það er samkvæmt læknisráði sem Bowie tók ákvörðun um að mæta ekki en hann var fyrr í vikunni lagður inn á sjúkrahús í Þýskalandi með verki í öxl sem orsökuðust af klemmdri taug. Hann þurfti jafnframt að hætta við tónleika í Prag í síðustu viku af heilsufarsástæðum.

Talsmenn söngvarans, sem er 57 ára, harma ákvörðunina sem og aðstandendur Hróarskelduhátíðarinnar en Bowie átti að vera stærsta númerið næstkomandi föstudagskvöld á svokölluðu appelsínugula sviði, sem er það stærsta á hátíðinni.

www.roskildefestival.dk
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir