Franska, rómantíska gamanmyndin "Amelie" hlaut 13 tilnefningar til frönsku Cesar-verðlaunanna og hefur engin mynd verið tilnefnd til svo margra Cesar-verðlauna áður. Þessi vinsæla mynd þykir einnig með þeim sigurstranglegri í flokki erlendra kvikmynda á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer 24. mars nk.
Myndin var tilnefnd til Cesar-verðlaunanna sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórn, Jean-Pierre Jeunet, besta leikkonan Audrey Tautou, besta leikkonan í aukahlutverki Isabelle Nanty, besta handrit, tónlist, búningar, liststjórn, myndataka, hljóð og klipping. Þá hlaut hún einnig tvær tilnefningar fyrir bestu leikara í aukahlutverki. Cesar-verðlaunin eru stundum kölluð frönsku Óskarsverðlaunin.