Dylan snýr aftur til Newport

Bob Dylan.

Bob Dylan.
mbl.is

Það er ekki oft sem vatnaskil í tónlist eru rakin til ákveðinnar dagsetningar, en enginn vafi þykir leika á því hvenær múrinn milli þjóðlagatónlistar og rokks var rifinn niður. 25. júlí árið 1965 steig renglulegur drengur frá Minnesota á svið á þjóðlagahátíðinni í Newport, stakk gítarnum sínum í samband og setti allt á annan endann. Bob Dylan hafði fram að þessu verið í fararbroddi vakningar í þjóðlagatónlist í Bandaríkjunum ásamt Joan Baez og fleirum og hátíðin í Newport í Rhode Island var nánast helg í hugum hreinstefnumanna í greininni. Þegar Dylan færði tónlist sína í rokkbúning við undirleik Paul Butterfield Blues Band þótti þeim hann hafa selt sál sína og gengið andstæðingnum á hönd.

Í dag snýr Dylan aftur til Newport í fyrsta skipti síðan hinir sögufrægu tónleikar voru haldnir. Mörgum þykir þetta sögulegur viðburður og hafa miðar selst mun hraðar en venja er á þjóðlagahátíðina í Newport.

Þegar Dylan tróð upp í Newport 1965 var baulað á hann og haft er fyrir satt að það hafi þurft að koma í veg fyrir það með valdi að Pete Seeger tæki sundur rafmagnskapal Dylans með öxi. Nú er Dylan 61 árs og tónlist hans í Newport mun engan styggja. Margir hafa hins vegar beðið lengi eftir að hann sneri þangað aftur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir