Þögul mótmæli við kertaljós

mbl.is/Kristinn

Lækjartorg í Reykjavík hálffylltist í kvöld þegar yfirvofandi stríði í Írak var mótmælt með kertaljósum og þögn. Aðstandendur mótmælanna telja að á milli 500 og 700 manns hafi verið á Lækjartorgi um sjöleytið. Mótmælin fóru auk þess fram á Akureyri, Ísafirði og í Snæfellsbæ. Mótmælin hafa þegar farið fram á rúmlega 6.000 stöðum í 136 löndum víðs vegar um heiminn. Átakið er nefnt Global Vigil for Peace og er skipulagt af MoveOn.org í samvinnu við Win Without War, trúarleiðtogann og friðarverðlaunahafann Desmond Tutu ásamt fjölmörgum trúarsamtökum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert