Ég undrast hvað Íslendingar eru friðsamir, sagði Margrét Kristín Blöndal söngkona sem mótmælti ásamt móður sinni Sólveigu Hauksdóttur fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Ríkisstjórnin klöngraðist yfir svellbunka í garðinum bakdyramegin meðan mótmælendur gerðu hróp að henni úr nærliggjandi garði.