Erlendir fjölmiðlar, m.a. Reuters-fréttastofan, fréttavefur breska ríkisútvarpsins (BBC) og norska ríkisútvarpið, fjalla í dag um það þegar hópur mótmælenda gerði aðsúg að bifreið Geirs H. Haarde forsætisráðherra fyrir aftan stjórnarráðið í dag. Greint er frá því hvernig lamið hafi verið á rúður bifreiðarinnar og eggjum kastað í hana.