Deila um klósett veldur því að ekki hefur verið búið í ósamþykktri kjallaraíbúð við Bergþórugötu í eitt og hálft ár. Meirihluti íbúa vildi loka klósettinu sem er í sameign en tapaði málinu fyrir úrskurðarnefnd fjöleignarhúsa. Sigurbjörn Svanbergsson íbúi í húsinu segir málið dæmigert fasteignabrask.