Anna Kristine Magnúsdóttir fékk morðhótanir þegar hún skrifaði um vistheimilið að Kumbaravogi. Þá tilkynnti Landsbankinn að greiðslukortið hennar væri stolið og munaði minnstu að hún væri handtekin í verslun vegna þess. Anna Kristine telur að atvikið hafi tengst skrifum hennar um heimilið.