Reykjavíkurborg hóf í gær framkvæmdir á nýjum hjólreiðastíg á Hverfisgötunni. Stígurinn kemur í stað bílastæða í götunni og verður þar að minnsta kosti í rúman mánuð. Íbúar og verslunareigendur á Hverfisgötunni fengu bréf varðandi málið við upphaf vikunnar og eru ósáttir.