Gleðinni og hamingjunni er ekki í kot vísað í Guðríðarkirkju í Grafarholti, þar sem tónlist, hlátur og kaffispjall verða í forgrunni í hádeginu á miðvikudögum fram til jóla. Þá stendur kirkjan fyrir sérstöku „Hamingjuhádegi“ sem ætlað er að lyfta andanum upp úr kreppu og amstri hversdagsins.