Útlit er fyrir að litlar truflanir verði á flugi á morgun og sunnudag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli miðað við háloftaspána fyrir helgina, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Gosmökkurinn hefur minnkað og því dregið úr ösku í háloftunum. Því er væntanlega hægt að fljúga yfir öskusvæðið.