Ísbirnir kunna að verða lýstir í útrýmingarhættu

AP

Bandarísk stjórnvöld hafa tekið fyrsta skrefið í átt að því að lýsa ísbirni í útrýmingarhættu. Kannað verður hvort ástand ísbjarnarstofnsins sé með þeim hætti að hann falli undir bandarísk lög um dýr í útrýmingarhættu, að því er Náttúruverndarráð Bandaríkjanna greindi frá í dag.

Náttúruverndarráðið hefur ákveðið að hefja könnunina á ísbjarnarstofninum í kjölfar erindis frá Lífríkisrannsóknarmiðstöð Bandaríkjanna, sem sagði að ísbirnir kunni að deyja út fyrir næstu aldamót vegna bráðnunar hafíss af völdum hlýnunar í andrúmslofti jarðar. Náttúruverndarráðið komst að þeirri niðurstöðu að í erindi rannsóknarmiðstöðvarinnar séu „lagðar fram sterkar vísindalegar ... upplýsingar sem benda til að rétt kunni að vera að lýsa ísbirni í útrýmingarhættu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert