Ísbirnir kunna að verða lýstir í útrýmingarhættu

AP

Banda­rísk stjórn­völd hafa tekið fyrsta skrefið í átt að því að lýsa ís­birni í út­rým­ing­ar­hættu. Kannað verður hvort ástand ís­bjarn­ar­stofns­ins sé með þeim hætti að hann falli und­ir banda­rísk lög um dýr í út­rým­ing­ar­hættu, að því er Nátt­úru­vernd­ar­ráð Banda­ríkj­anna greindi frá í dag.

Nátt­úru­vernd­ar­ráðið hef­ur ákveðið að hefja könn­un­ina á ís­bjarn­ar­stofn­in­um í kjöl­far er­ind­is frá Líf­rík­is­rann­sókn­ar­miðstöð Banda­ríkj­anna, sem sagði að ís­birn­ir kunni að deyja út fyr­ir næstu alda­mót vegna bráðnun­ar haf­íss af völd­um hlýn­un­ar í and­rúms­lofti jarðar. Nátt­úru­vernd­ar­ráðið komst að þeirri niður­stöðu að í er­indi rann­sókn­ar­miðstöðvar­inn­ar séu „lagðar fram sterk­ar vís­inda­leg­ar ... upp­lýs­ing­ar sem benda til að rétt kunni að vera að lýsa ís­birni í út­rým­ing­ar­hættu“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert