Danskur læknir gagnrýnir ofnotkun áfallahjálpar

Tor­ben Mo­gensen, yf­ir­lækn­ir á sjúkra­hús­inu í Hvidovre, seg­ir í grein í Berl­ingske Tidende í dag, að fólk eigi að gera tek­ist á við hvers­dags­leg áföll án þess að fá áfalla­hjálp eða sál­fræðimeðferð. „Menn verða að velta því fyr­ir sér hvernig sam­fé­lagið hef­ur þró­ast, fyrst tal­in er þörf á áfalla­hjálp eft­ir hvers­dags­lega at­b­urði," seg­ir Mo­gensen í grein­inni.

Bent er á að t.d. sjón­ar­vott­ar að of­beld­is­verk­um og slys­um fái orðið áfalla­hjálp í Dan­mörku, starfs­fólk hjúkr­un­ar­heim­il­is þar sem kom upp hneykslis­mál og jafn­vel starfs­menn sveit­ar­fé­laga sem eru sam­einuð.

„Það hlýt­ur að enda með ósköp­um ef sam­fé­lag okk­ar er þannig, að fólk læt­ur bug­ast við minnsta áfall. Það verður að búa fólk und­ir að það kann að verða vitni að ein­hverju óþægi­legu um æv­ina og sem það verður að tak­ast á við sjálft," seg­ir lækn­ir­inn m.a.

Um­fjöll­un Berl­ingske Tidende

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka