„Marsmyrkvi" á aðfangadag

Rauða stjarnan Mars.
Rauða stjarnan Mars. AP

Þeir sem horfa til himins um þrjúleytið aðfaranótt aðfangadags gætu séð nokkuð óvenjulega afstöðu himintunglanna þegar reikistjarnan Mars myrkvast af tunglinu.

Mars er þessa dagana nokkuð áberandi á himninum enda eru jörðin og mars nú sömu megin við sólu og sést appelsínugul hátt á himni  bæði kvölds og morgna í tvíburamerkinu.

Aðfaranótt mánudags mun fullur máninn hins vegar „gleypa" Mars þegar reikistjarnan hverfir við vinstri hlið tunglsins og um hálftíma síðar mun plánetan birtast aftur hinu megin.

Ýmislegt fleira er að gerast á Mars en vísindamenn Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, segja að líkur á að smástirni muni rekast á reikistjörnuna   í næsta mánuði séu  1 á móti 75, sem telst nokkuð líklegt á mælikvarða stjörnufræðinnar.  Smástirnið er áætlað svipað að stærð og það sem eyddi 60 milljónum trjáa í Síberíu 1908. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert