Svarti dauði vaxandi ógn

Læknar á Indlandi meðhöndla lungnapestarsjúkling.
Læknar á Indlandi meðhöndla lungnapestarsjúkling. Reuters

Svarti dauði, eða kýlapest, sem varð mörg­um að fjörtjóni í Evr­ópu á miðöld­um, er tek­inn að skjóta upp koll­in­um á ný og er vax­andi ógn, sem þó hef­ur ekki farið hátt, að því er vís­inda­menn greindu frá í dag.

Und­an­far­in 20 ár hafa pest­ir aðeins orðið eitt til tvö hundruð manns að bana á ári hverju, en til­fella hef­ur orðið vart í nýj­um lönd­um og er nú farið að bera á þeim í Afr­íku, segja vís­inda­menn við Há­skól­ann í Li­verpool.

Þótt fjöldi til­fella í fólki sé til­tölu­lega lít­ill væru það mis­tök að horfa fram­hjá þeirri ógn sem mann­kyn­inu staf­ar af kýla- og lungnapest, segja þeir í nýj­asta hefti vís­inda­rits­ins Pu­blic Li­brary of Science, vegna þess hve þær eru bráðsmit­andi, dreifast hratt og lík­ur á að þeir sem sýkj­ast eru mikl­ar fái þeir ekki meðhöndl­un.

Báðar þess­ar pest­ir geti dregið fólk til dauða á fá­ein­um dög­um séu þær ekki meðhöndlaðar með sýkla­lyfj­um.

Und­an­far­in fimm ár hafa flest til­felli verið skráð í Afr­íku­ríkj­un­um Madaga­sk­ar, Tanz­an­íu, Mósam­bík, Mala­ví, Úganda og Lýðveld­inu Kongó. Far­aldr­ar virðast nú orðnir fleiri, en voru frem­ur fátíðir á 20. öld. Fyr­ir tveim árum kom upp mik­ill lungnapestarfar­ald­ur í Lýðveld­inu Kongó, og talið var að mörg hundruð manns hefðu smit­ast.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert