Hotmail-vefpóstsþjónusta Microsoft lá niðri í nokkrar klukkustundir í gær með þeim afleiðingum að tugir milljóna Hotmail-notenda gátu ekki komist í póstinn sinn. Ekki er vitað hvað olli biluninni.
Starfsmenn Microsoft voru að reyna átta sig á því í dag hvers vegna millljónir notenda gátu ekki opnað póstinn sinn í gær.
Fram kemur á vef Times Online að vandamálið hafi ekki aðeins snúið að Hotmail-póstinum heldur einnig að öðrum vefsamskiptaforritum Microsoft.
Bilunin snerti því um 80 milljónir manns sem nota Hotmail á hverjum degi. Það tók nokkrar klukkustundir að koma öllu í samt lag að sögn Microsoft. Það kemur hins vegar fram að margir lesendur Times Online eigi enn í vandræðum með að opna póstinn sinn.