Bjargar GTA4 Take-Two?

Framleiðandi hins vinsæla tölvuleiks Grand Theft Auto 4 (GTA4), Take-Two Interactive, vonast til þess að metsala leiksins geti forðað fyrirtækinu frá fjandsamlegri yfirtöku tölvuleikjarisans Electronic Arts, en EA hefur gert 1,9 milljarða dala tilboð í Take-Two.

Tekjur af sölu GTA4 í fyrstu vikunni námu 500 milljónum dala, en sumir sérfræðingar efast um að það sé nægilegt til að fullvissa hluthafa Take-Two um að heppilegt sé að hafna tilboði EA. Gengi bréfa Take-Two hækkaði um 55% eftir að EA gerði yfirtökutilboðið, en engin umtalsverð hækkun hefur orðið á genginu eftir útgáfu GTA4 þrátt fyrir mikla sölu. Þykir þetta benda til þess að markaðurinn geri ráð fyrir því að hluthafar gangi að tilboði EA. Enginn tölvuleikur hefur halað inn jafnháa upphæð í sinni fyrstu viku og GTA4.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert