Karlar fórnarlömb heimilisofbeldis

Sam­kvæmt nýrri könn­un sem gerð var í Banda­ríkj­un­um eru það ekki ein­ung­is kon­ur sem eru fórn­ar­lömb heim­il­isof­beld­is, held­ur verða karl­ar einnig fyr­ir því. Tæp­lega 30% þeirra karla sem þátt tóku í könn­un­inni höfðu sætt of­beldi af hálfu maka sinna.

Frá þessu grein­ir vef­ur­inn Li­veScience.com. Í könn­un­inni var heim­il­isof­beldi skil­greint sem löðrung­ar, bar­smíðar, spark, þving­un til kyn­lífs og enn­frem­ur misþyrm­ing­ar sem ekki eru lík­am­leg­ar, eins og til dæm­is hót­an­ir, sí­felld­ar niðrandi at­huga­semd­ir og stjórn­semi.

„Heim­il­isof­beldi gagn­vart körl­um hef­ur ekki verið rann­sakað nóg og oft er það dulið - al­veg eins og það var gagn­vart kon­um fyr­ir tíu árum,“ seg­ir höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar, sem gerð var í Seattle. „Mark­mið okk­ar er að karl­ar sem sæta misþyrm­ing­um viti að þeir eru ekki ein­ir á báti.“

Fyrri rann­sókn­ir hafa bent til þess sama og nýja könn­un­in, og enn­frem­ur sýnt fram á að karl­ar eru treg­ir til að svara fyr­ir sig og ófús­ir að til­kynna um misþyrm­ing­ar. Þó eru yngri menn mun lík­legri en þeir sem eru 55 ára og eldri til að til­kynna um heim­il­isof­beldi.

Höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar, Robert J. Reid, seg­ir niður­stöðurn­ar hrekja fimm viðtekn­ar hug­mynd­ir.

Í fyrsta lagi að fáir karl­menn sæti heim­il­isof­beldi; í öðru lagi að misþyrm­ing­ar á körl­um hafi eng­ar af­leiðing­ar; í þriðja lagi að karl­ar sem sæti misþyrm­ing­um á heim­ili sínu flytji á brott vegna þess að þeim sé það frjálst (þvert á móti búi karl­menn árum sam­an með maka sem misþyrmi þeim); í fjórða lagi að heim­il­isof­beldi viðgang­is ein­göngu hjá fá­tæku fólki og í fimmta lagi að ef ekk­ert sé gert í mál­inu hverfi vand­inn af sjálfu sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka