Norðurpóllinn íslaus í september?

Hafís við Norðurpólinn.
Hafís við Norðurpólinn. Morgunblaðið/Einar Falur

Hugs­an­legt er að ís­laust verði um tíma á Norður­póln­um í sept­em­ber, sam­kvæmt út­reikn­ing­um sér­fræðinga við vís­inda­stofn­un­ina  Nati­onal Snow and Ice Data Center í Boulder í Col­orado í Banda­ríkj­un­um. Þetta kem­ur fram á frétta­vef CNN.

„Það er nokk­urs kon­ar veðmál í gangi um það inn­an stofn­un­ar­inn­ar hvort Norður­póll­inn verði ís­laus í sum­ar, og það eru al­veg lík­ur á því," seg­ir Mark Ser­reze, hátt­sett­ur vís­indamaður inn­an stofn­un­ar­inn­ar. „Lík­urn­ar eru 50-50 á því að þunn­ur heim­skautaís­inn, sem var fros­inn síðastliðið haust, muni nú þiðna á Norður­póln­um sjálf­um."     

Ser­reze seg­ir ís­inn hafa þiðnað jafnt og þétt síðastliðna ára­tugi vegna hækk­andi loft­hita en að óút­reikn­an­leg veður­kerfi muni þó ráða því hvort ís­inn þiðni al­veg að þessu sinni.

Þá seg­ir hann að þótt Norður­póll­inn sé bara venju­leg­ur staður á jörðinni hafi hann tákn­ræna merk­inu í hug­um fólks. „Það á að vera snjór á Norður­póln­um. Verði eng­inn snjór þar í lok sum­ars verður það mjög tákn­ræn breyt­ing," seg­ir hann.

 Ser­reze seg­ir einnig að þrátt fyr­ir að um fyr­ir­sjá­an­lega þróun hafi verið að ræða hafi það komið sér­fræðing­um mjög á óvart hversu hratt ís­inn hafi þynnst á und­an­förn­um árum. „Fyr­ir fimm árum hefði verið óhugs­andi að ímynda sér að ís­inn á Norður­póln­um gæti þiðnað fyr­ir sum­ar­lok. Mér hefði aldrei dottið slíkt í hug," seg­ir hann.

„Hefðirðu spurt mig eða ein­hvern ann­an vís­inda­mann þá hefðum við sagt þér að hugs­an­legt væri að all­ur ís­inn á Norður­póln­um myndi þiðna að sum­ar­lagi á árum 2050 til 2100. Fyr­ir nokkru end­ur­skoðuðum við þess­ar spár og sögðum slíkt hugs­an­legt í fyrsta lagi árið 2030. Nú er talað um að það verði jafn­vel enn fyrr. Þannig að hlut­irn­ir eru að ger­ast mjög hratt þarna uppi."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert