Svo virðist sem nægilega mikið sé af næringarefnum í jarðveginum á Mars til að líf fengi þrifist þar, að mati vísindamanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar, NASA, á grundvelli frumrannsókna á sýnum sem Marsfarið Fönix hefur safnað.
Í ljós hefur komið að í jarðvegssýninu er mun meira alkalín er reiknað hafði verið með, og hefur BBC eftir vísindamönnum sem vinna við Fönix-verkefnið að þeir séu „furðu lostnir“ yfir þessari uppgötvun.
„Það sem við höfum fundið virðist uppfylla það sem þarf, þau næringarefni, til að líf geti þrifist, hvort heldur það var fyrr á tímum, er núna eða verður í framtíðinni,“ er haft eftir Sam Kounaves, sem stjórnar efnafræðirannsóknum við verkefnið.
Frekari rannsókna er þörf, segir hann, en jarðvegurinn virðist ekki vera á nokkurn hátt eitraður.