Bandarískir notendur kvikmyndagagnagrunnsins Internet Movie Database (IMDB) geta nú horft ókeypis á kvikmyndir og sjónvarpsþætti á IMDB-vefsíðunni.
Rúmlega 6.000 kvikmyndir í fullri lengd eru í boði, m.a. sígildar kvikmyndir á borð við Some Like It Hot og Raising Arizona. Þá verða sjónvarpsþættir á borð við Heroes og 24 í boði. Einnig verður hægt að horfa á gamla þættir af Beverly Hills 90210, Charlie´s Angels og Star Trek svo nokkur dæmi séu tekin.
Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins (BBC) að fyrstu þættir í nýjum sjónvarpsseríum Knight Rider og 30 Rock standi notendum til boða áður en þættirnir verða frumsýndir í sjónvarpi.
Vegna réttindamála stendur þessi þjónusta enn sem komið er aðeins notendum í Bandaríkjunum til boða.