Vísindamenn rannsaka það nú hvort D-vítamín geti dregið úr einkennum Parkinsonsveiki, en bandarískir vísindamenn hafa komist að því að rúmlega helmingur Parkinsonveikra, eða 55%, hafi búið við D-vítamín skort samanborið við 36% eldri borgara sem eru heilsuhraustir.
Vísindamennirnir við Emory háskólann vita hins vegar ekki hvort vítamínskorturinn er orsök eða afleiðing þess að fólk veikist af Parkison.
Rannsókn þeirra er birt í vísindaritinu Archives of Neurology.
Fram kemur í grein á doktor.is að Parkinsons stafi af skorti á boðefninu dópamín í heilanum. Þetta efni er framleitt í miðju heilans og nefnist djúphnoðukjarni (Basal ganglia). Heilinn notar þetta efni til að stjórna hreyfingum og framleiðsla þess og niðurbrot helst því stöðugt í jöfnum hlutföllum. Við Parkinsonssjúkdóm dregur úr framleiðslu á efninu en um leið heldur niðurbrot áfram, sem leiðir til þess að skortur verður á efninu.
Parkinsonsveiki einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Hægt er að meðhöndla þessi einkenni með því að gefa sjúklingunum dópamín.
Ekki er hægt að lækna sjúkdóminn, en hægt er að halda honum í skefjum t.d. með lyfjagjöf.