Gáfaðir karlmenn framleiða betri sæðisfrumur

Sömu genin virðast stýra gáfum og gæði sæðisfruma. Ný bresk rannsókn bendir til þess, að eftir því sem karlmenn eru gáfaðri framleiði þeir betri sæðisfrumur. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Hópur vísindamanna frá bresku geðlæknastofnuninni rannsakaði gögn, sem safnað var hjá bandarískum hermönnum, sem gegndu herþjónustu í Víetnam stríðinu. Niðurstaðan var sú, að þeir sem fengu hærri einkunnir á gáfnaprófum virtust framleiða fleiri og hreyfanlegri sæðisfrumur.

Fjallað er um rannsóknina í tímaritinu Intelligence og þar segir, að hún virðist styðja þá kenningu, að gen sem stýra gáfnafari hafi einnig önnur líffræðileg áhrif.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka