Alvarlegur öryggisgalli í Internet Explorer

Internet Explorer síðan á vefsíðu Microsoft.
Internet Explorer síðan á vefsíðu Microsoft.

Þeir sem nota Internet Explorer, algengasta netvafra heims, eru nú beðnir um að nota annan vafra þar til búið er að laga alvarlegan öryggisgalla í forritinu. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir sérfræðingum, að gallinn geti glæpamönnum kleift að ná völdum á tölvum og stela úr þeim aðgangsorðum.

Microsoft Corp., sem framleiðir Internet Explorer, er að rannsaka málið og vinnur að öryggisviðbót, sem á að leysa þetta vandamál. Fyrirtækið segist hafa orðið vart við árásir á útgáfu sjö af  IE, en það er algengasta útgáfan nú. Microsoft segir jafnframt, að hugsanlegt sé að aðrar útgáfur  séu heldur ekki öruggar. 

Glæpamenn geta notfært sér öryggisgallann með því að beina tölvum inn á vefsíður, sem eru sýktar með tölvuforritum. Að sögn veiruvarnarforritisins Trend Micro hafa um 10 þúsund vefsíður verið mengaðar með þessum hætti frá því í síðustu viku til að nýta sér gallann.

Aðallega er um að ræða kínverskar vefsíður og ef farið er inn á þær hleður tölvan inn forriti, sem nota má til að stela aðgangsorðum fyrir tölvuleiki. Hægt er að selja þau aðgangsorð á svörtum markaði. Trend Micro segir, að glæpamenn gætu einnig valdið mun meiri usla með því að nýta sér gallann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert