Framtíðin er græn

Von er á 130.000 gestum á sýninguna, sem er haldin …
Von er á 130.000 gestum á sýninguna, sem er haldin í Las Vegas í Bandaríkjunum. AP

Það hversu um­hverf­i­s­væn, eða „græn“, raf­tæki eru mun hafa mik­il áhrif á það hvort kaup­end­ur kaupi það eður ei. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn sem var birt fyr­ir raf­tækja­sýn­ing­una CES (Consu­mer Electronic Show), sem hefst með form­leg­um hætti á morg­un í Las Vegas í Banda­ríkj­un­um.

Fram kem­ur að neyt­end­ur muni brátt leita eft­ir frek­ari upp­lýs­ingu varðandi áhrif tæk­is­ins á um­hverfið og hvernig það var búið til.

Rann­sókn­in, sem Consu­mer Electronics Associati­on (CEA) stóð að, bend­ir til þess að fólk verði reiðubúið að greiða hærra verð fyr­ir vör­ur sem sann­an­lega séu græn­ar. Þetta sé því orðinn einn þeirra þátta sem neyt­end­ur velta fyr­ir sér þegar þeir eru að íhuga kaup á tækj­um.

Það er hins veg­ar varað við því að neyt­end­ur séu mjög ef­ins varðandi full­yrðing­ar há­tæknifyr­ir­tækja um það hve græn raf­tæki þeirra séu í raun og veru, að því er fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins.

CES hefst með form­leg­um hætti á morg­un og stend­ur til 11. janú­ar nk. Skipu­leggj­end­ur sýn­ing­ar­inn­ar eiga von á um 130.000 gest­um. Um 2.700 fyr­ir­tæki munu sýna vör­ur á sýn­ing­unni.

Vef­ur CES.

Starfsmenn hafa haft í nógu að snúast með að undirbúa …
Starfs­menn hafa haft í nógu að snú­ast með að und­ir­búa sýn­ing­una. Hún hefst með form­leg­um hætti á morg­un og stend­ur fram á sunnu­dag. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert