Óhreinindin eru holl

Reuters

Á mis­jöfnu þríf­ast börn­in best seg­ir mál­tækið og það eru víst orð að sönnu. Vís­inda­menn hafa nefni­lega kom­ist að því, að fátt sé holl­ara ung­um börn­um en að vera skít­ug endr­um og eins og stinga stund­um upp í sig mold og sandi. Með því örva þau og efla ónæmis­kerfið en ofurþrifnaður og dauðhreinsað um­hverfi eru aft­ur á móti bein ávís­un á sótt­næmi og sjúk­dómskröm.

Flest­ir for­eldr­ar láta sér annt um, að börn­in séu hrein og skikk­an­lega til fara og þau eru bæði kembd og þveg­in ef út af ber. Dr. Joel Wein­stock, sem starfar við Tufts-læknamiðstöðina í Bost­on, lík­ir aft­ur á móti ónæmis­kerf­inu við for­rits­lausa tölvu, sem bíði bara eft­ir fyr­ir­skip­un­um.

„Börn, sem alin eru upp í of­ur­hreinu um­hverfi, kom­ast ekki í næga snert­ingu við ör­ver­ur, sem eru þó for­send­an fyr­ir því, að ónæmis­kerfið virki vel,“ seg­ir Wein­stock og Mary Ru­ebush, sér­fræðing­ur í ör­veru- og ónæm­is­fræðum, hef­ur skrifað bók­ina „Hvers vegna eru óhrein­indi góð?“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert