Fréttaskýring: Gúmmíkurl notað í dren á urðunarstað í Álfsnesi

Viðsnún­ing­ur varð á er­lend­um end­ur­vinnslu­mörkuðum síðastliðið haust. Gjald­skrár breytt­ust þannig að meira þurfti að borga með ákveðnum teg­und­um eða minna fékkst fyr­ir það sem þó er greitt fyr­ir, auk þess sem flutn­ings­kostnaður hækkaði. Í kjöl­far þessa hóf­ust viðræður um nýt­ingu á gúmmík­urli hér inn­an­lands og nú er út­lit fyr­ir að samn­ing­ar tak­ist um að nýta mest af því gúmmík­urli sem til fell­ur hér­lend­is sem efni í dren eða afrás á urðun­arstað Sorpu í Álfs­nesi.

Úrvinnslu­sjóður hef­ur greitt með út­flutn­ingi á gúmmík­urli og hef­ur sjóður­inn fylgst með viðræðum Sorpu og end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­anna, einkum Hringrás­ar og Efna­mót­tök­unn­ar. Með þeirri leið sem nú er verið að semja um varðandi kurlið lækk­ar verðið, gjald­eyr­ir spar­ast, flutn­ing­ar verða minni og efnið er nýtt inn­an­lands í stað þess að kaupa t.d. dren­möl.

Ónýt dekk sem til falla eru að mestu kurluð niður og efnið hef­ur einkum verið flutt til Dan­merk­ur og Bret­lands, en einnig eru dekk brennd í sorp­brennsl­um, t.d. á Húsa­vík. Úrvinnslu­gjald er lagt á hjól­b­arða sem flutt­ir eru til lands­ins hvort sem þeir eru nýir eða sólaðir, stak­ir eða sem hluti af öku­tækj­um. Gjaldið er notað til að greiða fyr­ir meðhöndl­un hjól­b­arða, förg­un eða end­ur­nýt­ingu, eft­ir að notk­un á þeim lýk­ur.

„Það þarf að borga með hjól­börðum til end­ur­vinnslu og gengið hef­ur bitið illi­lega í þeim efn­um,“ seg­ir Ólaf­ur Kjart­ans­son, fram­kvæmda­stjóri Úrvinnslu­sjóðs. „Með samn­ingn­um sem verið er að gera við Sorpu mun­um við greiða lægra gjald með hverju tonni held­ur en áður,“ seg­ir Ólaf­ur.

Um­hverf­is­stofn­un ger­ir ekki at­huga­semd­ir

Spurður hvort ekki fylgi meng­un þess­ari notk­un og hvort þessi nýt­ing stand­ist reglu­gerðir seg­ir Björn að hann telji ekki hættu á meng­un. Allt sigvatn hjá Sorpu fari í gegn­um setþrær og vel sé fylgst með öllu frá­rennsli. Gerðar hafi verið til­raun­ir með kurlið fyr­ir nokkr­um árum og það hafi hentað ágæt­lega til þess að nota sem dre­nefni. Sam­kvæmt áliti, sem Um­hverf­is­stofn­un gaf fyr­ir nokkr­um árum séu ekki gerðar at­huga­semd­ir við þessa notk­un.

„Gúmmík­url er notað víða er­lend­is sem dre­nefni und­ir urðun­arstaði til þess að leiða vatn,“ sagði Björn. „Það er leyfi­legt að nýta kurlið á urðun­arstað, þó bannað sé að urða það. Sömu­leiðis banna Evr­ópu­regl­ur að dekk séu urðuð, en kurlið er að mestu unnið úr þeim.“

Har­ald­ur Ólafs­son í Furu teng­ist rekstri Efna­mót­tök­unn­ar og seg­ir að sam­hliða geng­is­falli og banka­hruni hafi kostnaður vegna gúmmík­urls­ins auk­ist veru­lega. Fyr­ir­tækið hafi ekk­ert flutt út af dekkj­um eða kurli til end­ur­vinnslu frá síðasta hausti.

Hann seg­ist bjart­sýnn á að samn­ing­ar ná­ist um að nýta efnið hér, en verið sé að ræða um verð, hversu mikið efni Sorpa tek­ur og í hvaða ástandi gúmmí­inu verði skilað.

Plús varð að mín­us

Málm­ar lækkuðu í verði, en enn er þó markaður fyr­ir brota­málma, að sögn Har­ald­ar Ólafs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Furu. Há­vet­ur­inn sé ró­leg­ur tími í málmbræðslu enda sé raf­orka dýr­ari í Evr­ópu yfir vetr­ar­tím­ann.

Hann seg­ir að sala á papp­ír og plasti hafi „al­veg þverstoppað“, en sé aðeins far­in af stað aft­ur í plast­inu og ekki þurfi leng­ur að borga með því. Ný­lega var haft eft­ir Sveini Hann­es­syni hjá Gámaþjón­ust­unni að í sum­ar hefðu feng­ist um 100 evr­ur fyr­ir tonn af pappa, núna kannski tíu evr­ur fyr­ir sama magn.

Sorpa greiðir enn fyr­ir mót­töku á umbúðum; slétt­um pappa, bylgjupappa og filmuplasti ef komið er með nógu mikið magn. Timb­urk­url sem til fell­ur fer að mestu í gegn­um Sorpu til brennslu sem kol­efn­is­gjafi í ofn­um Járn­blendi­verk­smiðjunn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert