Controlant hlaut Gulleggið 2009

Frá verðlaunaafhendingunni í gær
Frá verðlaunaafhendingunni í gær

Sprotafyrirtækið Controlant sigraði í Frumkvöðlakeppni Innovit og hlaut að launum Gulleggið 2009. Alls komust 10 viðskiptahugmyndir í úrslit keppninnar sem fram fór í gær, en 122 viðskiptahugmyndir voru skráðar til leiks í fyrsta áfanga keppninnar. Annað sætið hlaut fyrirtækið Responsible Surfing og þriðju verðlaun hlaut Risk ehf.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri afhenti sigurlaunin í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Keppnin er fyrst og fremst hugsuð sem tækifæri fyrir frumkvöðla til að öðlast reynslu, þekkingu og tengslanet til að koma sínum hugmyndum á framfæri og vinna að stofnun nýrra og öflugra fyrirtækja á Íslandi. Frumkvöðlakeppni Innovit var haldin í fyrsta sinn í fyrra og hafa sprotafyrirtækin sem stigu sín fyrstu skref í keppninni í fyrra þegar náð afar góðum árangri og skapað tugi nýrra starfa, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka