Pálmar á norðurhjara

Vísindamenn telja að svona hafi útsýnið verið á norðurhjaranum - …
Vísindamenn telja að svona hafi útsýnið verið á norðurhjaranum - fyrir meira en 50 milljón árum. Myndin er frá Flórída nútímans.

Á norður­heim­skauts­svæðinu var gróðurfar lík­lega svipað því sem nú ger­ist í Flórída í Banda­ríkj­un­um, að mati Appy Sluijs við Utrecht-há­skóla í Hollandi. Hann fer fyr­ir hópi vís­inda­manna sem hafa rann­sakað set­lög af hafs­botni um 500 km frá norður­póln­um.

Þar fund­ust leif­ar af pálma­trjám  sem uxu fyr­ir um 53,5 millj­ón­um ára. Gróður­leif­arn­ar benda til þess að meðal­hiti köld­ustu mánaða á þess­um slóðum á fyrr­greind­um tíma hafi ekki verið und­ir 8°C, að því er fram kem­ur í grein vís­inda­mann­anna í Nature Geoscience og NTB frétta­stof­an grein­ir frá. Frost hefði gengið af pálma­trján­um dauðum.

Vís­inda­menn­irn­ir segja þess­ar niður­stöður brjóta í bága við ríkj­andi veður­líkön um lofts­lag á þess­um slóðum.  Sam­kvæmt þeim fraus á hverj­um vetri á norður­hjar­an­um. Niður­stöðurn­ar þykja gefa til kynna að vænta megi óvæntra veðurfars­breyt­inga á þess­um slóðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert