Hali inn 500 milljónir dala

Skjámynd úr leiknum Call of Duty: Modern Warfare 2.
Skjámynd úr leiknum Call of Duty: Modern Warfare 2. AP

Gert er ráð fyrir því að tölvuleikurinn Call of Duty: Modern Warfare 2 muni hala inn meira en 500 milljónir dala (andvirði um 60 milljarða króna) á fyrstu vikunni. Til samanburðar má geta að nýjasta Batman myndin náði 155 milljónum dala fyrstu sýningarhelgina.

Hefur leikurinn fengið afbragðsdóma víðast hvar og þykir einstaklega raunverulegur. 

Tölvuleikir eru vissulega dýrari en bíómiðar og því munu færri eintök af tölvuleiknum seljast en miðar inn á Batman, en skemmtanaiðnaðurinn snýst frekar um peninga en seld eintök. Er tölvuleikjaiðnaðurinn í Bandaríkjunum og Bretlandi nú stærri, í sölutekjum talið, en kvikmyndaiðnaður og tónlistariðnaður.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka