Hlaupaskór hafa breytt líkamsbeitingu

Í dag hlaupa flestir á sérútbúnum skóm og hefur það …
Í dag hlaupa flestir á sérútbúnum skóm og hefur það haft áhrif á þróun líkamsbeitingar hlaupara. Reuters

Þeir sem hlaupa ber­fætt­ir beita lík­am­an­um með öðrum hætti en þeir sem hlaupa í skóm. Rann­sókn­ir gefa til kynna að ber­fætt­ir hlaup­ar­ar eigi hugs­an­lega minni hættu á meiðslum en þeir sem klæðast hlaupa­skóm með sér­hönnuðum loft­púðum.

Greint er frá niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar í vís­inda­rit­inu Nature. Skó­hönnuðir jafnt sem vís­inda­menn hafa lengi velt því fyr­ir sér hvernig megi með best­um hætti vernda fæt­ur hlaup­ara og í þess­ari til­raun segj­ast vís­inda­menn­irn­ir hafa rann­sakað það út frá þró­un­ar­fræði.

Vís­inda­menn fylgd­ust með lík­ams­beit­ingu fjölda hlaup­ara og skráðu mun­inn á því hvernig þeir stigu til jarðar. Niðurstaðan var sú að þeir sem hlaupa jafn­an ber­fætt­ir lenda á táberg­inu eða miðjum fæt­in­um frek­ar en hæln­um. Þeir sem hlaupa í skóm lenda hins­veg­ar á hæln­um sem veld­ur mun harðara höggi. Vís­indamaður­inn Daniel Lie­berm­an, sem leiddi rann­sókn­ina við Har­vard há­skóla, seg­ir höggið raun­ar svipað því að ein­hver slái neðan á hæl­inn á þér með sleggju með um þre­faldri lík­amsþyngd þinni.  

Lie­berm­an tel­ur að nú­tíma íþrótta­skó­búnaður kunni að hafa breytt því hvernig fólk hleyp­ur

„Skór virka að því leyti að þeir milda þetta högg, draga úr því að mestu leyti," seg­ir Lie­berm­an. Reynd­ir hlaup­ar­ar sem hlaupa ber­fætt­ir hafa hins­veg­ar þróað með sér aðra aðferð til að koma í veg fyr­ir sárs­auk­ann og lenda með öðrum hætti. „Með því að lenda á táberg­inu eða miðjum fæt­in­um er hægt að koma næst­um því al­gjör­lega í veg fyr­ir þetta högg sem ger­ir það að verk­um að það er þægi­legt að hlaupa ber­fætt­ur," seg­ir Lie­berm­an.

Slík­ur hlaupa­stíll geti að ýmsu leyti valdið minni skaða á lík­am­an­um en hlaup í skóm. Auk þess geti ber­fætt­ir hlaup­ar­ar þannig nýtt bet­ur þá orku sem býr í ökkl­an­um.

Á hinn bóg­inn þurfa ber­fætt­ir hlaup­ar­ar að nota kálfa­vöðvana meira og einnig hás­in­ina. Þeir sem ætla sér að skipta yfir í þenn­an hlaupa­stíl með hraði eiga því á hættu að þróa með sér kvilla í kálf­un­um, nema þeir gæti þess að fara hægt í sak­irn­ar og teygja vel á.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert