Bros eru holl fyrir hjartað

Góður árangur íslenska handboltalandsliðsins hefur án efa haft góð áhrif …
Góður árangur íslenska handboltalandsliðsins hefur án efa haft góð áhrif á hjörtu Íslendinga. mbl.is/Kristinn

Niður­stöður nýrr­ar rann­sókn­ar benda til þess, að ham­ingju­samt fólk eigi síður á hættu en annað fólk að fá hjarta­sjúk­dóma. Ekki er verra að ham­ingj­unni fylgi holl­ur mat­ur, hreyf­ing og heil­brigðir lifnaðar­hætt­ir.

Á vef banda­ríska blaðsins Washingt­on Post er fjallað um rann­sókn, sem vís­inda­menn við Kól­umb­íu­há­skóla hafa gert. Vís­inda­menn­irn­ir fylgd­ust með 1700 Kan­ada­mönn­um í ára­tug frá ár­inu 1995. Fólkið var allt heil­brigt í upp­hafi en ára­tug síðar höfðu 145 fengið hjarta­sjúk­dóma. Niður­stöðurn­ar bentu ntil þess að þeir sem sögðust vera ham­ingju­sam­ir fengju síður slíka sjúk­dóma.  

„Ef þú ert ekki já­kvæður og glaðlynd­ur í eðli þínu þá borg­ar sig samt að reyna að haga sér eins og slík­ur," hef­ur blaðið eft­ir  Kar­inu Dav­idson, pró­fess­or í lækna­deild Kól­umb­íu­há­skóla, sem stýrði rann­sókn­inni. „Það gæti verið hollt fyr­ir hjartað."

Dav­idson og sam­starfs­menn henn­ar notuðu sér­staka fimm stiga ein­kunn­ar­gjöf til að leggja mat á hvort fólk væri ham­ingju­samt. Þau leiðréttu niður­stöðurn­ar síðan töl­fræðilega með til­liti til ald­urs og kyns fólks og hvort það reykti. 

Við hvert stig, sem fólk færðist upp ham­ingjuskalann var það 22% ólík­legra til að fá hjarta­sjúk­dóma. Dav­idson seg­ir, að ham­ingju­samt fólk sé einnig lík­legra til að lifa heilsu­sam­legu lífi. Einnig kunna erfðafræðileg­ir þætt­ir að spila inn í niður­stöðuna. 

Aðrir sér­fræðing­ar hafa, að sögn Washingt­on Post, bent á að ham­ingja geti haft já­kvæð áhrif á hjartað sam­an­borið við aðrar til­finn­ing­ar, svo sem streitu og þung­lyndi. Streita los­ar oft horm­óna sem geta skaðað hjarta­vöðvann. Þá get­ur streita einnig valdið því að æðar víkka of mikið sem aft­ur leiðir til þess að hrúður losn­ar og stífl­ar æðarn­ar.  

Washingt­on Post

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert