Facebook-vefurinn bilaður

Sum­ir not­end­ur Face­book kom­ast ekki inn á síðuna vegna tækni­legra vand­ræða. Þetta er ann­ar dag­ur­inn í röð sem sam­skipt­asíðan geysi­vin­sæla glím­ir við vanda­mál af þessu tagi.

„Við glím­um þessa stund­ina við vanda­mál með síðuna sem læt­ur hana virka mjög hægt og í sum­um til­fell­um kom­ast not­end­ur alls ekki inn á hana. Við vinn­um að því að leysa vanda­málið eins fljótt og auðið er,“ seg­ir í svari síðunn­ar til AFP frétta­stof­unn­ar en ekki var gefið upp hver rót vanda­máls­ins væri. 

Alls eru um 500 millj­ón­ir not­enda Face­book um all­an heim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert