Stóraukin umferð um Ísland

Opera Mini vafrinn er m.a. notaður í farsímum og vasatölvum.
Opera Mini vafrinn er m.a. notaður í farsímum og vasatölvum. Reuters

Meira en tutt­ugu millj­ón­ir not­enda Opera Mini vafrans leggja nú leið sína um Ísland á vafri sínu - án þess að hafa hug­mynd um það! Gagna­ver Opera Software á Íslandi hóf starf­semi í dag. Þá var um­ferð net­not­enda Opera Mini í Evr­ópu, Afr­íku og Asíu beint um Thor Data Center sem er hér á landi.

Opera Mini vafr­inn er notaður í farsím­um og vasa­tölv­um. Opera Software seg­ir að not­end­ur vafrans hafi ekki orðið þess var­ir þegar um­ferðinni var beint um gagna­verið á Íslandi. 

Opera Software seg­ir að Opera Mini sé vin­sæl­asti vafr­inn í smá­tölv­um og farsím­um. Not­end­ur Opera Mini eru orðnir rúm­lega 71 millj­ón í hverj­um mánuði. Vafr­inn styðst við netþjón við vinnsl­una. Það ger­ir að verk­um að Netið verður hraðara og net­notk­un­in ódýr­ari en ella. 

Í til­kynn­ingu Opera Software seg­ir að stöðugt fram­boð af grænni orku og sval­inn á Íslandi valdi því að ákjós­an­legt sé að staðsetja hér gagna­ver.  Jon von Tetzchner, ann­ar stofn­enda Opera Software, seg­ir að margt styðji þessa ákvörðun.

„Um­hverfið græðir þegar við skipt­um í græna orku­gjafa og kæliaðferðir,“ er haft eft­ir Jon. „Blanda hreinn­ar orku, hæfi­leika­ríkra upp­lýs­inga­tækni­manna og hraðar netteng­ing­ar við alþjóðleg­ar net­miðstöðvar ger­ir okk­ur kleift að veita not­end­um Opera Mini í Evr­ópu, Asíu og Afr­íku bestu þjón­ustu.“

Þjón­ust­an við not­end­ur Opera Mini er fyrsta stór­verk­efnið sem Thor Data Center gagna­verið tek­ur að sér. Jón Viggó Gunn­ars­son, for­stjóri og einn stofn­enda Thor Data Center, seg­ir að gagna­verið hafi á að skipa hæfi­leika­ríku og reyndu starfs­fólki. Hann kveðst hlakka til að auka viðskipti gagna­vers­ins við Evr­ópu og Banda­rík­in.

Hægt er að hlaða Opera Mini vafr­an­um niður í meira en 3.000 gerðir farsíma. 

Starfsmenn Thor Data Center við gámaeininguna.
Starfs­menn Thor Data Center við gáma­ein­ing­una.
Jóns Stephensson von Tetzchner.
Jóns Stephens­son von Tetzchner. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert