Svör Breta í gær valda miklum vonbrigðum

reuters

Bretar svöruðu íslensku samninganefndinni síðdegis í gær og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins olli svarið nefndinni miklum vonbrigðum. Þegar hún var að búa sig til heimferðar í gærkvöld óskuðu Bretar og Hollendingar eftir nýjum fundi, sem verður í Lundúnum fyrir hádegi í dag.

Heimildir Morgunblaðsins herma að svar Breta frá í gær, hafi falið í sér lengingu á vaxtaleysi framan af tímabilinu, en þeir hafi gert kröfu um umtalsverðar vaxtahækkanir á síðari hluta samningsins, þegar borið er saman við íslenska tilboðið. Þetta mun íslenska samninganefndin hafa talið með öllu óaðgengilegt.

Lee Buchheit, sem fer fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni hefur frá upphafi lagt á það ríka áherslu við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra að þau gerðu ekki lítið úr þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslunnar nú á laugardag, um Icesave. Það væri að hans mati glapræði að gefa undir fótinn með það að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni eða hætta við hana. Hann mun hafa lýst þeirri skoðun sinni afdráttarlaust að þjóðaratkvæðagreiðslan væri sterkasta samningavopn Íslendinga.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: