Staðfest að Icesave-samningurinn var ekki réttlátur

Ólafur Ragnar Grímsson greiðir atkvæði sitt í Álftanesskóla í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson greiðir atkvæði sitt í Álftanesskóla í dag. Reuters

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, seg­ir í viðtali við AFP frétta­stof­una í kvöld, að sú yf­ir­lýs­ing Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, að hún ætlaði ekki að kjósa í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni í dag, kunni að vera diplóma­tísk aðferð henn­ar til að staðfesta, að Ices­a­ve-samn­ing­ur­inn hafi ekki verið rétt­lát­ur.

„Þetta var henn­ar ákvörðun," seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar þegar Svan­borg Sig­mars­dótt­ir, fréttamaður AFP, ber und­ir hann yf­ir­lýs­ing­ar Jó­hönnu um að hún ætlaði ekki að greiða at­kvæði vegna þess að þjóðar­at­kvæðagreiðslan væri mark­laus.  

„En ég held, að með ákveðnum hætti... hafi þetta verið diplóma­tísk aðferð henn­ar til að staðfesta, að samn­ing­ur­inn sem Bret­ar og Hol­lend­ing­ar þvinguðu Íslend­inga til að gera á síðasta ári hafi ekki verið rétt­lát­ur.  

Eitt af því sem þjóðar­at­kvæðagreiðslan náði fram, jafn­vel áður en hún fór fram, var að staðfesta að all­ir aðilar, þar á meðal Hol­lend­ing­ar og Bret­ar, viður­kenna nú að samn­ing­ur­inn... var ekki rétt­lát­ur samn­ing­ur," hef­ur AFP eft­ir Ólafi Ragn­ari.   

Hann seg­ir að þjóðar­at­kvæðagreiðslan hafi einnig vakið mik­inn áhuga á skil­mál­um Ices­a­ve-samn­ings­ins meðal blaðamanna, sér­fræðinga, fræðimanna og annarra. „Niðurstaðan var að Ísland hefði góðan málstað að verja, að Bret­ar og Hol­lend­ing­ar væru að þvinga Íslend­inga langt um­fram það sem sann­gjarnt var," seg­ir hann.  

Ólaf­ur Ragn­ar seg­ir einnig, að þótt marg­ir Íslend­ing­ar sætti sig við að bæta Bret­um og Hol­lend­ing­um það tap sem þeir urðu fyr­ir vegna Ices­a­ve-reikn­inga Lands­bank­ans þá séu ákvæði lána­samn­ing­anna, einkum 5,5% vext­irn­ir, tal­in of íþyngj­andi.  

„Íslenska þjóðin, bænd­ur, sjó­menn, kenn­ar­ar, hjúkr­un­ar­fólk er reiðubú­in að greiða Bret­um og Hol­lend­ing­um jafn­v­irði rúm­lega 20 þúsund evra vegna hvers reikn­ingseig­anda. En hún er ekki til­bú­in til að greiða háa vexti svo bresk og hol­lensk stjórn­völd hagn­ist á öllu sam­an."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina