Össur: Lausn Icesave fyrir lok árs

Mótmæli InDefence
Mótmæli InDefence mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Samn­ingaviðræðum ís­lenskra stjórn­valda við stjórn­völd í Bretlandi og Hollandi um lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar lýk­ur vænt­an­lega fyr­ir lok árs, seg­ir Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við Reu­ters.

Spurður að því í viðtal­inu við Reu­ters um hvort viðræðurn­ar myndu ná fram á næsta ár taldi Össur það ólík­legt.

„Mín reynsla af Ices­a­ve er sú að ekki er hægt að út­loka neitt. En ég held í hrein­skilni sagt að það sé ólík­legt," sagði Össur sem er stadd­ur í Ósló.

Össur seg­ir að hann telji að viðræðunum ljúki inn­an mánaðar. Hann er hins veg­ar ekki viss um að all­ir þeir sem koma að viðræðunum verði ánægðir með niður­stöðuna en vænt­an­lega sátt­ir.

Hann sagði við blaðamann Reu­ters að hann hefði svarað fyr­ir mánuði síðan að hann teldi að viðræðunum myndi ljúka inn­an tveggja vikna. Nú telji hann lík­legt að niðurstaðan liggi fyr­ir inn­an mánaðar, jafn­vel fyrr. Seg­ir Össur að viðræðurn­ar séu á viðkvæmu stigi nú.

Eins og áður hef­ur komið fram þá tel­ur Össur eng­ar lík­ur á að Ices­a­ve-viðræðurn­ar muni trufla aðild­ar­viðræður Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu. Hann seg­ir að treysta verði leiðtog­um ESB þar að lút­andi.

Össur sagði í viðtal­inu við Reu­ters að sam­bandið milli Íslands og Kína hafi auk­ist í kjöl­far efna­hags­hruns­ins hér og Kín­verj­ar hafi aðstoðað Íslend­inga á meðan aðrar þjóðir, sem stæðu þeim nær, hafi ekki gert það. Meðal ann­ars með gjald­eyr­is­skipta­samn­ing­um. Eins hafi Kín­verj­ar sýnt áhuga á málm­fram­leiðslu sem þurfi á mik­illi raf­orku að halda. Sem og á sam­starfi á Norður­slóðum.

mbl.is