Von á nýjum Half-Life leik

Von er á nýj­um Half-Life-tölvu­leik í lok sept­em­ber. Fyrsta út­gáfa leiks­ins, sem kom fram árið 1998, er með vin­sæl­ustu tölvu­leikj­um sem komið hafa fram. Sú út­gáfa hef­ur selst í fimm millj­ón­um ein­taka og unnið til margra verðlauna. Val­ve, fram­leiðandi leiks­ins seg­ist hafa eytt síðustu fimm árum í gerð hans. Doug Lomb­ar­di, markaðastjóri Val­ve, seg­ist sann­færður um að fyr­ir­tækið hafi ekki eytt þess­um tíma til einskis.

BBC seg­ir að leik­ur­inn hafi skapað sér sér­stöðu meðal leikjaunn­enda, einkum vegna viðbóta eins og Blue Shift og Coun­ter-Strike. Lomb­ar­di seg­ir að vin­sæld­ir Half-Life 1 og Coun­ter-Strike geri fyr­ir­tæk­inu kleift að elta uppi glæfra­lega drauma, en allt að því 30 manns hafa unnið að leikn­um að meðaltali um langt skeið. Í fram­haldi leiks­ins þarf vís­indamaður­inn Gor­don Freem­an aft­ur að berj­ast gegn hjörð fram­andi vera.

"Það er fullt af frá­bær­um æv­in­týra­leikj­um til staðar, en það sem vek­ur mesta at­hygli hjá okk­ur er sag­an sjálf og hvernig við get­um náð sam­bandi við spi­lend­ur," seg­ir Lomb­ar­di. "Við leit­um nýrra leiða og reyn­um að etja kappi við kvik­mynd­ir, sjón­varp og aðra miðla í stað leikja."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert